miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Lítil sala vegna fjarlægðar"

odinn@eidfaxi.is
21. janúar 2014 kl. 18:29

Hleð spilara...

Finna ekki mikin mun á landsmótsárum.

Vignir og Berglind á Húsavík eru búin að byggja sér nýtt hesthús við nýju reiðhöllina á Húsavík. Líkt og reiðhöllin þá er hesthúsasvæðið á Húsavík nýtt.

Nýliðun er ágæt að þeirra sög og áhugi talsverður á ræktun þó svo að þau merki að fólk haldi færri hryssum en áður.

Vignir er Húsvíkingur í húð og hár.  Hann starfar sem Héraðsdýralæknir og rekur eigin dýralæknisþjónustu.

Berglind er alin upp á Gunnarsstöðum í Þistilfirði.  Hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á sjúkrahúsinu á Húsavík.  Hún er alin upp við hestamennsku frá blautu barnsbeini.