miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Litið um öxl

15. janúar 2010 kl. 23:43

Litið um öxl

Hver man ekki eftir Rauðhettu frá Kirkjubæ á Landsmóti 1994 á Hellu? Þessi gæðingshryssa er sannarlega eftirminnileg þeim sem á horfðu, en hún varð efst í flokki 6v hryssna og eldri á mótinu. Hún hlaut gríðarháan dóm: 8.40 fyrir sköpulag og 9.23 fyrir hæfileika! Hún hlaut 10 fyrir tölt, 9 fyrir brokk, 9.5 fyrir skeið, 8 fyrir stökk, 9 fyrir vilja, 8.5 fyrir geðslag og 9 fyrir fegurð í reið. Aðaleinkunnin Þetta eru ótrúlegar tölur og gaman að rifja þær upp. Á myndbandinu frá www.hofapressan.is, hér fyrir neðan frá LM1994, má sjá Þórð Þorgeirsson sýna hryssuna snilldarlega. Njótið vel!