mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lítið heimsmeistaramót en góð reiðmennska

26. september 2011 kl. 08:26

Reiðmennska á skeiðhestum á HM2011 þótti eftirtektarverð.

Niðurtökur eins og í Horfnum góðhestum

Heimsmeistaramótið 2011 í St. Radegund í Austurríki var fremur lítið mót hvað áhorfendafjölda varðar, en talið er að innan við fimm þúsund áhorfendur hafi verið á svæðinu þegar flest var. Frábær reiðmennska á vekringum og í fimmgangi setti hins vegar svip á mótið og er að margra mati það sem upp úr stendur.

Sigurður Sæmundsson, fyrrverandi landsliðseinvaldur, segir að niðurtökur og útfærsla spretta hjá þeim bestu í skeiðgreinunum hafi verið lærdómsrík kennslustund. Niðurtökurnar í 250 metra skeiðinu hafi í engu verið síðri en bestu sögurnar í Horfnum góðhestum Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp. Þá er rétt að geta þess að flest bestu skeiðhrossin á HM2011 eru af Sveinsætt frá Sauðárkróki. Á myndinni eru Tania H. Olsen á Sóloni frá Strø, Guðmundur Einarsson á Sprota frá Sjávarborg, og Bergþór Eggertsson á Lótusi frá Aldenghoor. Mynd: Peter Niess