þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Líklegir til afkvæmaverðlauna

26. september 2019 kl. 09:30

Knár frá Ytra-Vallholti er einn af þeim stóðhestum sem líklegur er til þess að hljóta 1.verðlaun fyrir afkvæmi

Næsta sumar fer fram Landsmót á Hellu og því vert að spá í það hvaða stóðhestar eru líklegir til að hljóta 1.verðlaun fyrir afkvæmi á mótinu.

 

Til þess að stóðhestur hljóti 1.verðlaun fyrir afkvæmi þarf hann að eiga a.mk. 15 afkvæmi með fullnaðardóm og vera með 118 stig í kynbótamatinu.

Nýtt kynbótamat verður reiknað seinna í haust og þá munu línur skýrast í þessum málum. Eiðfaxi lagðist í rannsóknarvinnu til að athuga hvaða hestar það eru sem líklegir teljast til þess að hljóta þessi verðlaun.

Sumir hestar á listanum eiga lengra í land en aðrir en allir eiga þeir það sameiginlegt að eiga fjölda af afkvæmum á tamningaraldri.

Elsti hesturinn á listanum er Rammi frá Búlandi en hann er fæddur árið 2001 og verður því 19. vetra næsta sumar. Hann stendur vel að vígi hvað fjölda afkvæma varðar, hann á nú þegar þetta er skrifað 25 afkvæmi með fullnaðardóm. Hann er með 115 stig í kynbótamatinu og þyrfti því að hækka um þrjú stig til að hljóta 1.verðlaun fyrir afkvæmi.

Tveir yngstu hestarnir á listanum eru þeir Konsert frá Hofi og Herkúles frá Ragnheiðarstöðum en þeir eru báðir fæddir árið 2010 og verða .því 10. vetra næsta sumar. Konsert stendur mjög vel að vígi í kynbótamatinu með 127 stig. Tveir stóðhestar voru dæmdir í fullnaðardómi í sumar og hlutu báðir 1.verðlaun. Hann á stóra afkvæmahópa sem nú eru á tamningaaldri. Herkúles á nú þegar átta afkvæmi með fullnaðardóm og stendur einnig vel að vígi í kynbótamatinu með 124 stig.

Hér fyrir neðan má sjá þá stóðhesta sem líklegir teljast. Listinn er birtur með fyrirvara um mannleg mistök auk þess að líklegt er að einhverjir stóðhestar hafi gleymst við rannsóknarvinnuna.

Nafn

Fj. afkv. með fullnaðard.

Ósýnd afkv.á tamningaaldri

Kynbótamat

Dynur frá Dísarstöðum 2

9

61

118

Fróði frá Staðartungu

26

256

115

Gangster frá Árgerði

11

126

120

Herkúles frá Ragnheiðarstöðum

8

91

124

Hnokki frá Þúfum

8

64

120

Hrafn frá Efri-Rauðalæk

5

64

118

Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu

3

52

125

Knár frá Ytra-Vallholti

9

77

126

Kolskeggur frá Kjarnholtum

10

99

123

Konsert frá Hofi

2

221

127

Konsert frá Korpu

13

174

118

Krókur frá Ytra-Dalsgerði

18

71

116

Loki frá Selfossi

42

234

115

Lord frá Vatnsleysu

8

117

117

Rammi frá Búlandi

25

140

115

Stígandi frá Stóra-Hofi

10

109

120

Þrumufleygur frá Álfhólum

4

86

116

Ölnir frá Akranesi

4

176

125