laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Líklegir Sleipnirsbikarhafar

odinn@eidfaxi.is
20. nóvember 2013 kl. 11:06

Anton Páll Níelsson

Rýnt í kynbótamat afkvæmahesta

Þegar rýnt er í hvaða hestar séu líklegir til heiðursverðlauna á Lm2014 þá má telja Stála frá Kjarri þar fremstan. Stáli hefur samkvæmt síðustu útreikningum 121 stig í aðaleinkunn kynbótamats og undan honum hafa verið dæmd 59 afkvæmi. Hestarnir sem eru fyrir ofan hann í kynbótamatinu hafa ekki náð tilskyldum afkvæmafjölda en líklegastur af þeim er þó Vilmundur frá Feti með 125 stig í aðaleinkunn kynbótamats en hann vantar 9 afkvæmi.

Einn annar hestur utan Stála hefur náð tilskyldum afkvæmafjölda og lámarkseinkunn í kynbótamati, en það er Krákur frá Blesastöðum með 118 stig og 58 dæmd afkvæmi, en hann má ekkert lækka í útreikningum fram að Landsmóti.

Líklegir heiðursverðlaunahestar:

  • Arður Brautarholti 127 stig og 31 dæmt afkvæmi
  • Vilmundur Feti 125 stig og 41dæmd afkvæmi
  • Blær Torfunesi 123 stig og 33 dæmd afkvæmi
  • Stáli Kjarri 121 stig og 59 dæmd afkvæmi
  • Gaumur Auðsholtshjáleigu 119 stig og 37 dæmd afkvæmi
  • Krákur Blesastöðum 118 stig og 58 dæmd afkvæmi
  • Gígjar Auðsholtshjáleigu 118 stig og 44 dæmd afkvæmi