mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

LÍFStöltið

16. apríl 2014 kl. 19:41

LÍFStöltið

Til styrktar Kvennadeilds Landspítalans

LÍFStöltsnefndin yrði afar hamingjusöm ef þið yrðuð svo væn að hjálpa okkur að styrkja “Kvennadeild Landspítalans” en þetta er 4 árið sem haldið er styrktarmót þeim til handa.

Á mótinu keppa bæði sterkustu reimenn landsins sem og þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni enda eru þær að styrkja málefni sem snertir okkur öll.

Á hverju LÍFStölti er glæsilegur hópur við opnun mótsins og skemmtiatriðin hafa aldeilis slegið í gegn og er “Brjóstamjólkureiðin” alveg búin að festa sig í sessi enda ótrúlega skemmtileg, í fyrra skutlaði frú Dorrit sér inn á völlinn og keppti með Gunna Helga ofl og auðvitað unnu þau!

Í ár verða skemmtiatriðin ekki af verri endanum svo það er um að gera að mæta með alla fjölskylduna, horfa á opnunina og auðvitað keppnina og njóta góðra veitinga um leið, allt í þágu LÍF.