miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Líflandsmótið - skráning í kvöld

13. apríl 2010 kl. 15:45

Líflandsmótið - skráning í kvöld

Árlegt Líflandsmót Æskulýðsdeildar Fáks verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 18.apríl. Fimm dómarar dæma, veglegt þátttakendahappdrætti þar sem í verðlaun er hnakkur frá Líflandi, veitingasala í Reiðhöllinni og mikið fjör á áhorfendapöllunum.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

  • Pollaflokkur - tölt og tvígangur (teymingahópur / þeir sem ríða sjálfir. Ekki raðað í sæti)
  • Barnaflokkur - tölt og fjórgangur
  • Unglingaflokkur - tölt, fjórgangur og fimmgangur
  • Ungmennaflokkur - tölt, fjórgangur og fimmgangur


Skráningargjaldið er kr. 2000 (pollaflokkur þarf ekki að greiða) og verður tekið á móti skráningum í Reiðhöllinni í Víðidal þriðjudaginn 13.apríl milli kl. 18:00 og 20:00. Einnig verður tekið við skráningum í síma 567 0100, 567 2166, 897 4467, 820 1111 og 695 9101 á sama tíma, gegn greiðslu með kreditkorti. Eftir auglýstan tíma verður ekki tekið á móti skráningum.

Aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.