sunnudagur, 21. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Líflandsmót Léttis

28. mars 2015 kl. 20:17

Lífland, landbúnaðar- og hestavöruverslun.

Laugardaginn 4 apríl kl 10:00

Líflandsmót Léttis verður haldið laugardaginn 4. apríl og hefst mótið kl 10:00

 

Keppt verður í:

Barnaflokkur – tölt T8

Unglingaflokkur – Tölt T3 - Fjórgangur V2

Ungmennaflokkur  Tölt T3 - Fjórgangur V2

Opinn flokkur í fimmgangi F2

 

Tölt T8 = Verkefni: Frjáls ferð á tölti – hægt niður á fet og skipt um hönd Frjáls ferð á tölti

Tölt T3 = Verkefni: 1. Hægt tölt. Hægt niður á fet og skipt um hönd 2. Hægt tölt, greinilegur hraðamunur á langhliðum, hægt tölt á skammhliðum.. 3. yfirferðartölt.

Fjórgangur V2 = Verkefni: 1. Hægt tölt 2. Hægt til milliferðar brokk 3. meðalfet 4. Hægt til milliferðar stökk 5. Yfirferðartölt

Fimmgangur F2 = Verkefni: 1. hægt til milliferðar tölt 2. hægt til milliferðar brokk 3. meðalfet 4. hægt til milliferðar stökk 5. flugskeið Sýna má skeið þrisvar á einni langhlið.

 

Skráning fer fram í Líflandi á Akureyri og lýkur skráningu miðvikudaginn 1.apríl.

Skráningargjald er 1500 kr. fyrir fyrstu skráningu og 1000 kr. fyrir skráningar eftir það.

 

Æskulýðsnefnd Léttis