fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Líflandsmót Æskulýðsdeildar Fáks

8. apríl 2013 kl. 11:55

Líflandsmót Æskulýðsdeildar Fáks

Líflandsmót æskulýðsdeildar Fáks verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudaginn 14. apríl. Fyrsta skráning á hvern knapa kostar 2.500 kr en seinni skráningar 2.000 kr. Frítt er fyrir polla. Dregið verður úr nöfnum allra þátttakenda og hlýtur sá heppni eða sú heppna hnakk með öllum fylgihlutum frá Líflandi. 

Á mótinu verða fimm dómarar og keppt verður í eftirfarandi flokkum: Pollaflokkur (teymdir eða ríða sjálfir), barnaflokkur (T7, tölt og fjórgangur), unglingaflokkur (tölt, fjórgangur og fimmgangur) og ungmennaflokkur (tölt, fjórgangur og fimmgangur).

Nánari upplýsingar um mótið, dagskrá, ráslista o.fl. verða birt á netmiðlum hestamanna, vefsíðunni www.fakur.is og á Facebook síðu Fáks þegar nær dregur. 

Skráning verður rafræn á heimsíðu Fáks www.fakur.is frá miðnætti mánudaginn 8.apríl til miðnættis miðvikudaginn 10.apríl. Eftir auglýstan tíma verður ekki tekið á móti skráningum. Veitingasala í Reiðhöllinni á vægu verði.