miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lífland gefur knapagjafir

24. júní 2012 kl. 17:55

Lífland gefur knapagjafir

Tæplega 300 keppendur taka þátt í barna-unglinga- og ungmennaflokki á landsmóti 2012. Á knapafundi fengu allir veglega gjöf frá hestavöruversluninni Líflandi, stallmúl, lyklakippu og tvenns konar krem fyrir hesta. Þá fengu keppendur þessara flokka landsmótsbuff og tryggingafélagið VÍS gaf hestanammi.

Forkeppni í barnaflokki hefst á morgun, mánudag, klukkan 13:30 og ungmennin hefja leika síðdegis, eða klukkan 17:30.

Framkvæmdastjórn landsmóts 2012 mun gefa öllum keppendum í barnaflokki sérstaka viðurkenningu fyrir þátttökuna.