laugardagur, 23. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lífið hjá hestamannafélögunum

5. desember 2011 kl. 13:45

Lífið hjá hestamannafélögunum

Hestamannafélögin eru komin í jólaskap ef marka má fréttaveitur þeirra.  Félögin slá upp jólamörkuðum og jólaveislum, ný heimasíða hefur litið dagsins ljós og von er á stórræktanda í kaffispjall um hrossarækt.

  • Aðalfundur Hrossaræktarfélags Andvara verður haldinn í félagsheimili Andvara þriðjudaginn 6. des. kl 20.
  • Jólamarkaður Stíganda verður haldinn í Hrímnishöllinni laugardaginn 10. desember kl. 13-18.  Þeir sem hafa áhuga á að fá aðstöðu til að selja varning sinn hafið samband Magneu í síma 8987756 eða sendi tölvupóst á hrimnishollin@varmilaekur.is.  fyrir 5. desember. 
  • Jólabingó Funa verður haldið í Funaborg  sunnudaginn 11. desember kl. 13.30.
  • Gunnar Örn sérfræðingur í tannhirðu og röspun hrossa kemur til Akureyrar um miðjan desember. Stjórn Léttis hvetur þá sem eru með hross sem þurfa tannviðgerðir að hafa samband við Dýraspítalann í Lögmannshlíð s 461 2550 eða 896 0106 og láta skrá sig á lista fyrir Gunnar.
  • Fræðslunefnd Sörla hefur fengið Brynjar Vilmundarson, kenndur við Fet í Rangárvallasýslu, til að koma og spjalla yfir kaffi um hrossarækt sína og skoðanir hans á hrossarækt á Íslandi.  Áhugamenn um hrossarækt eru því hvattir til að fjölmenna að Sörlastöðum Hafnarfirði 15.desember. kl. 19.30. Húsið opnar kl. 19  og er aðgangseyri 500 kr.
  • Æskulýðsnefnd Fáks ætlar að endurvekja skemmtilega jólahefð og blæs til jólatrésskemmtunar í félagsheimili sínu sunnudaginn 18. desember kl. 14-16. Gestir eru beðnir um að skrá þátttöku og fjölda gesta á netfangið aeskulydsnefnd@fakur.is.
  • Þá hefur hestamannafélagið Sóti á Álftanesi opnað nýja heimasíðu félagsins. Þar er hægt að afla sér upplýsignar um félagið, skoða myndir, spjalla og fylgjast með fréttum.