fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lífið hjá hestamannafélögunum

31. október 2011 kl. 14:16

Lífið hjá hestamannafélögunum

Hestamannafélögin eru að rýsa úr dvala, eitt af öðru. Námskeiðshald er farið af stað, dyttað er að félagssvæðum og nýir starfsmenn eru um það bil að hefja störf. Eiðfaxi fer sína vikulegu yfirferð um vefsíður hestamannafélagana:

 • Freyja, nýlegt hestamannafélag í Fjarðabyggð, boðar til aðalfundar í kvöld kl. 20 í sómasetrinu, húsnæði gamla Landsbankans, á Reyðarfirði.
 • Funamenn standa fyrir fræðslufyrirlestri með Gesti Páli Júlíussyni dýralækni nk. fimmtudagskvöld. Gestur mun fara yfir helstu atriðin sem huga þarf að hvað varðar heilsufar hesta yfir haust og vetrartímann.
 • Nýr formaður Sörla, Magnús Sigurjónsson, hefur tekið til starfa eins og sjá má hér.
 • Andvari og Gustur boða þátttakendur Knapamerkjanámskeiða í bóklega tíma í nóvember.
 • Það gera einnig Fáksmenn og má nálgast nánari upplýsingar um skráningar hér.
 • Freyfaxi býður hins vegar upp á reiðnámskeið fyrir byrjendur í nóvember, þar sem börn sem og fullorðnir fá tækifæri til að kynnast hestamennskunni.
 • Sleipnir heldur annað frumtamninganámskeið með Róberti Petersen reiðkennara. Hefst það í kvöld en upplýsingar um það má nálgast hér.
 • Harðarmenn dyttuðu að félagsheimilinu sínu að Harðarbóli eins og sjá má hér.
 • Af Akureyri berast þær fréttir að Sigmundur Sigurjónsson hafi verið ráðinn umsjónarmaður í Top Reiter hallarinnar. Sigmundur rak nautgripa og hrossaræktunarbú frá 1982-1995, þá hefur hann starfað sem flutningabílstjóri bæði fyrir Landflutninga og í eigin rekstri. Sigmundur mun hefja störf á morgun, 1. nóvember. Léttismenn ætla að hreinsa til í reiðhöllinni að tilefninu og óska eftir sjálfboðaliðum til starfans. Mæting er kl. 16.
 • Uppskeruhátíð Snæfellings verður haldinn á Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit föstudaginn 11. Nóvember kl. 19.30.
 • Aðalfundur hestamannafélagsins Blæs verður haldin fimmtudaginn 17. nóvember. 
 • Það var greinilega mikið fjör hjá Þytsmönnum um helgina, en frétt um uppskeruhátíðir félagsins má nálgast hér.