miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lífið hjá hestamannafélögum: Folaldasýning og Uppskeruhátíðir

26. október 2011 kl. 13:04

Lífið hjá hestamannafélögum: Folaldasýning og Uppskeruhátíðir

Framkvæmdir og mannfögnuðir ber hæst hjá hestamannafélögunum þessa daganna:

 • Harðsnúinn hópur Sörlamanna settu upp kvist á félagsaðstöðuna á Sörlastöðum um sl. helgi. Framkvæmdir við Sörlastaði munu halda áfram í vetur og er verklögnum félagsmönnum hvattir til að aðstoða við smíðarnar.
 • Félagsfundur Blæs verður haldinn í kvöld kl. 20.30 í félagshúsi Blæs á Kirkjubólseyrum.
 • Þau eru þónokkuð mörg félögin sem boða til fagnaðar þessa daganna.
  Uppskeruhátíð Þyts og  Hrossaræktarsamtaka V-Hún. Fer fram nú á laugardag.
  Uppskeruhátíð Snæfellings fer fram föstudaginn 11. nóvember á Kóngsbakka.
  Uppskeruhátíð Léttis og Funa verður haldin laugardagskvöldið 12. nóvember í Freyvangi.
 • Freyfaxi boðar hestamenn í Bingó 10. Nóvember nk. kl. 20 að Iðavöllum. “Fullt af verðlaunum sem við verðum í vandræðum með að losna við. Óskum eftir sem flestum til að fara klifjaðir heim. Meðal vinninga eur nokkrir folatollar undan frægum graðhestum. Málverk eftir Pétur Behrens og margt fleira. Í fyrra var fullt út að dyrum og er því fólk beðið að koma snemma til að tryggja sér sæti. Kaffiveitingar í hléinu og hætti sveitunga.”
 • Hestamannafélagið Sindri stendur fyrir folaldasýningu 20. nóvember nk. í Skálakoti kl. 11. “Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu fimm sætin í annarsvegar flokki merfolalda og hinsvegar flokki hestfolalda. Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru glæsileg m.a. farandbikar, eignabikar og folatollur undir hátt dæmdan 1. verðlauna stóðhest. Súpusala í betristofunni og happdrætti fyrir alla. Einnig verður ungfolasýning 2-3 vetra fola  eftir matarhléið,  þar gefst félagsmönnum færi á að auglýsa fola sína.” Upplýsingar um skráningu má nálgast á heimasíðu félagsins.
 • Umfangsmiklar framkvæmdir fara nú fram á félagssvæði Fáks fyrir Landsmótið næsta sumar og er Hvammsvöllur lokaður vegna þeirra í nokkra daga.
 • Hestamannafélagið Fákur leitar að áhugasaömum aðilum til að leiða og byggja upp ferðatengda þjónustu á svæðinu.  “Markmiðið er að geta boðið upp áhugaverðan valkost fyrir ferðamenn í Reykjavík en töluverð þörf er á nýrri afþreyingu fyrir sí aukinn fjölda ferðamanna í Reykjavík og allt sem viðkemur íslenska hestinum hefur mikið aðdráttarafl. Á félagssvæði Fáks eru góða aðstæður á að taka á móti ferðamönnum og er aðstaða til sýninga, kynninga og móttöku ferðamanna mjög góð þ.e. húsakostur og vellir.” Frekari upplýsingar má nálgast hér.