sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lífið hjá hestamannafélögum: Félagssvæðin bætt og afreksfólk verðlaunað

21. október 2011 kl. 12:01

Lífið hjá hestamannafélögum: Félagssvæðin bætt og afreksfólk verðlaunað

Vetrarstarf hestamannafélaganna er að detta í gang, með boðun framkvæmda, dyttað er að félagssvæðum og upplýsingum safnað til þess að útnefna viðurkenningahafa fyrir góðan árangur í keppnum ársins:

  • Framkvæmdir við Sörlastaði hefjast í dag og munu standa yfir helgina, en hvatt er til þess að félagsmenn leggi framkvæmdunum lið.  Áhugasamir vinnumenn eru beðnir um að senda nafn sitt og símanúmer á sorli@sorli.is eða hringja í 897 2919 og láta vita af sér.
  • Skuggi boðar endurbætur á keppnisvöllum félagsins. Stjórnin hefur nú samþykkt tillögur reiðvallarnefndar að nýjum girðingum og farið verður í framkvæmdir strax.
  • Eflaust verður kátt á hjalla hjá Sleipnismönnum sem munu halda Sviðamessu í kvöld.
  • Kvennadeild Fáks hélt aðalfund sinn á dögunum þar sem stjórn fyrra árs var kosinn til að sinna störfum nefndarinnar áfram. Stefnt er að hefðbundinni dagskrá nefndarinnar í vetur en hún kallar jafnvel eftir  hugmyndum að viðburðum.
  • Haustfundur Hrings er á næsta leyti og kallar stjórn félagsins eftir félagsmönnum í nefndarstörf fyrir veturinn. Hvatt er  til þess að áhugasamir félagsmenn sendi póst á netfangið hringurdalvik@hringurdalvik.net fyrir föstudaginn 28.október hafi þeir hug á að starfa fyrir félagið. Ennfremur safnar stjórn félagsins nú upplýsingum um árangur félagsmanna á mótum sl. ár, en á hausfundinum mun vera tilkynnt um íþróttamann Hrings.
  • Mótanefnd Mána ætla einnig að velja sína viðurkenningahafa bráðlega og óskar stjórnin eftir því  að þeir félagsmenn sem kepptu í hestaíþóttum  á árinu sendi árangur sinn á emaili til snorri@dutyfree.is fyrir 10. nóvember.
  • Aðalfundur Sóta verður haldinn miðvikudaginn 16. nóvember nk. og eru félagsmenn hvattir til að bjóða sig fram í nefndir félagsins á netfangið soti@internet.is . Þá mun félagið halda Uppskeruhátíð fyrir unga félagsmenn föstudaginn 28. október nk.