mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lífið er tilviljun

31. júlí 2014 kl. 17:00

Ármann Sverrisson ásamt hesti sínum Loka frá Selfossi.

Maðurinn á bak við Loka frá Selfossi.

Ef Ármann Sverrisson hefði verið spurður að því fyrir áratug hvar hann sæi sjálfan sig í dag, myndi hann eflaust þráast við að svara. Enda hefði 16 ára gamall unglingspiltur varla gert sér það í hugarlund að standa með pálmann í höndunum í dag.

Ármann  er sonur hjónanna Sverris Ágústssonar frá Brúnastöðum í Flóa og fyrrverandi formanns hestamannafélagsins Sleipnis og Helgu Sigríðar Sveinsdóttur frá Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi. Ættir Ármanns eru prýddar mætum hestamönnum og ólst Ármann upp við að nota hross til gagns og gamans. Hann gerir það enn því frá unga aldri hefur hann starfað á hrossaræktarbúum og aðstoðað tamningamenn. Undanfarin þrjú ár hefur hann unnið við tamningar og þjálfun hjá Sigurði Sigurðarsyni í Þjóðólfshaga.

Hægt er að færa rök fyrir því að Ármann sé farsæll ræktandi, þótt hann sé rétt skriðinn yfir tvítugt því fyrsti hesturinn sem hann ræktaði er Loki frá Selfossi.

Viðtal við Ármann Sverrisson má nálgast í 7. Tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.