sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árni Björn heldur tengdapabba rétt fyrir aftan sig

3. júlí 2014 kl. 20:00

Krít frá Miðhjáleigu og Leó Geir Arnarson.

Niðurstöður eftir forkeppni í tölti.

Brekka aðalvallarins var þéttsetin áhorfendum en að minnsta kosti 5000 manns eru komnir inn á svæðið. Fram fór stórkostleg forkeppni í tölti og stendur efstur Íslandsmeistarinn Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli. Næsthæstu einkunn hlaut tengdafaðir Árna, Sigurbjörn Bárðarson á Jarli frá Mið-Fossum og Leó Geir Arnarsson og Krít frá Miðhjáleigu urðu þriðju.

B-úrslit greinarinnar fer fram annað kvöld og A-úrslit á laugardag.

 Hér eru úrslit forkeppninnar:

Árni Björn Pálsson / Stormur frá Herríðarhól  8,80
Sigurbjörn Bárðarson / Jarl frá Mið-Fossum 8,37
Leó Geir Arnarsson / Krít frá Miðhjáleigu  8,07
Gísli Gíslason / Trymbill frá Stóra-Ási  7,73
Ísólfur Líndal Þórisson / Kristófer frá Hjaltastaðahvammi  7,67
Sigurður Sigurðarson / Dreyri frá Hjaltastöðum 7,67
Helga Una Björnsdóttir / Vág frá Höfðabakka  7,63
Janus Halldór Eiríksson / Barða frá Laugabökkum  7,60
Þórarinn Ragnarsson / Þytur frá Efsta-Dal II  7,60
John Sigurjónsson / Sigríður frá Feti 7,60
Bjarni Jónasson / Randalín frá Efri-Rauðalæk  7,57
Berglind Ragnarsdóttir / Frakkur frá Laugarvöllum  7,57
Ólafur Ásgeirsson / Védís frá Jaðri  7,53
Kristín Lárusdóttir / Þokki frá Efstu-Grund  7,40
Hinrik Bragason / Stórval frá Lundi  7,33
Alexandra Montan / Tónn frá Melkoti  7,37
Bjarni Jónasson / Roði frá Garði 7,13
Reynir Örn Pálmason / Bragur frá Seljabrekku  7,17
Jakob Svavar Sigurðsson / Kilja frá Grindavík  7,17
Sigurður Vignir Matthíasson / Andri frá Vatnsleysu  7,17
Viðar Bragason / Vænting frá Hrafnagili  7,13
Þórdís Erla Gunnarsdóttir / Toppur frá Auðholtshjáleigu  7,07
Jakob Svavar Sigurðsson / Helga-Ósk frá Ragnheiðarstöðum  7,00
Hulda Gústafsdóttir / Kiljan frá Holtsmúla 6,97
Logi Þór Laxdal / Arna frá Skipaskaga 6,93
Lena Zielinski / Melkorka frá Hárlaugsstöðum 6,93
Viðar Ingólfsson / Dagur frá Þjóðólfshaga  6,87
Ævar Örn Guðjónsson / Liba frá Vatnsleysu  6,73
Pernille Lyager Möller / Sörli frá Hárlaugsstöðum  6,17