miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gústaf trompaði með Ás

2. júlí 2014 kl. 15:49

Gústaf og Ás á stökki

Milliriðlar ungmennaflokks lokið.

Landsmótsgestir gleðjast, hross eru komin í braut. Milliriðlar ungmennaflokks er lokið en Gústaf Ásgeir og Ás frá Skriðulandi eru þar efstir með 8,60 í einkunn. Gústaf og Ás voru efstir inn í milliriðlana og héldu efsta sætinu. Ellen María og Lyfting eru í öðru sæti með 8.52 í einkunn. 

Það eru sjö knapar sem fara inn í a úrslitin en 15 knapar fara í úrslit. Í ungmennaflokki sýna krakkarnir yfirferðar tölt, hægt tölt, brokk, fegurð í reið og vilja, einfalt vægi er á öllum þáttum keppninar.

B úrslitin fara fram á föstudaginn kl. 15:00

Staðan:

Gústaf Ásgeir Hinriksson / Ás frá Skriðulandi 8,60
Ellen María Gunnarsdóttir Lyfting frá Djúpadal 8,52
Fanndís Viðarsdóttir / Björg frá Björgum 8,49
Sonja Sigurgeirsdóttir Jónas frá Litla-Dal 8,48
Guðmunda Ellen Sigurðardóttir / Tindur frá Heiði 8,47
Brynja Amble Gísladóttir / Sprengja frá Ketilsstöðum 8,46
María Gyða Pétursdóttir / Rauður frá Syðri-Löngumýri 8,45

Helena Ríkey Leifsdóttir / Jökull frá Hólkoti 8,43
Anna Kristín Friðriksdóttir / Glaður frá Grund 8,41
Róbert Bergmann / Brynja frá Bakkakoti 8,40
Sigríður María Egilsdóttir / Garpur frá Dallandi 8,39
Birgitta Bjarnadóttir Þytur frá Gegnishólaparti 8,39
Klara Sveinbjörnsdóttir / Óskar frá Hafragili 8,39
Sigurbjörg Bára Björnsdóttir / Blossi frá Vorsabæ II 8,39
Thelma Dögg Harðardóttir / Albína frá Möðrufelli 8,37

Hulda Kolbeinsdóttir /  Nemi frá Grafarkoti 8,36
Nína María Hauksdóttir / Sproti frá Ytri-Skógum 8,36
Ásta Björnsdóttir / Tenór frá Sauðárkróki 8,36
Björgvin Helgason / Perla frá Björum 8,34
Hinrik Ragnar Helgason Sýnir frá Efri-Hömrum 8,33
Sandra Pétursdotter Jonsson / Kóróna frá Dallandi  8,30
Bjarki Freyr Arngrímsson / Hrannar frá Hárlaugsstöðum 2 8,27
Jóhanna Margrét Snorradóttir / Kubbur frá Læk 8,27
Halldóra Baldvinsdóttir / Tenór frá Stóra-Ási 8,27
Finnbogi Bjarnason Blíða frá Narfastöðum 8,25
Eggert Helgason / Stúfur frá Kjarri 8,25
Gabríel Óli Ólafsson / Fáni frá Lækjardal 8,16
Laufey Rún Sveinsdóttir / Ótti frá Ólafsfirði 8,11
Finnur Ingi Sölvason Hróður frá Laugabóli 8,06
Brynja Kristinsdóttir / Tryggvi Geir frá Steinnesi - Steig af baki