miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þórdís Inga og Kjarval sigra unglingaflokk

6. júlí 2014 kl. 11:56

Landsmótssigurvegarar unglingaflokks, Þórdís Inga Pálsdóttir og Kjarval frá Blönduósi.

Loksins sólskin á Gaddstaðaflötum!

Unglingarnir gefa þeim eldri ekkert eftir þegar kemur að fágaðri reiðmennsku og glæsilegum gæðingum. Skemmst er frá því að segja að úrslitakeppni unglingaflokks hafi verið spennandi fram á síðustu stund.

Konráð Axel Gylfason fékk hæstu einkunn keppenda fyrir hægt tölt. Þórdís Inga var fremst meðal jafningja á brokki. Hins vegar var það sigurvegari B-úrslita, Ylfa Guðrún, sem fékk hæstu einkunn fyrir yfirferðagang.

Eftir að einkunnir fyrir ásetu og stjórnun voru lesnar upp var ljóst að Þórdís Inga hafði farið með sigur af hólmi. Aðeins nokkrar kommur skildu að keppendur, t.d. urðu þrír knapar jafnir í 5.-7. sæti með nákvæmlega sömu lokaeinkunn.

Hér eru úrslit unglingaflokks:

1. Þórdís Inga Pálsdóttir / Kjarval frá Blönduósi
Hægt tölt: 8,76
Brokk: 8,92
Yfirferð: 8,86
Áseta og stjórnun: 9,08
Lokaeinkunn: 8,91

2. Konráð Axel Gylfason / Vörður frá Sturlureykjum 2
Hægt tölt: 8,94
Brokk: 8,72
Yfirferð: 8,74
Áseta og stjórnun: 9,08
Lokaeinkunn: 8,87

3. Aron Freyr Sigurðsson / Hlynur frá Haukatungu Syðri 1
Hægt tölt: 8,36
Brokk: 8,90
Yfirferð: 8,90
Áseta og stjórnun: 8,82
Lokaeinkunn: 8,75

4. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir / Héla frá Grímsstöðum
Hægt tölt: 8,44
Brokk: 8,60
Yfirferð: 8,94
Áseta og stjórnun: 8,76
Lokaeinkunn: 8,68

5.-7. Viktoría Eik Elvarsdóttir / Mön frá Lækjamóti
Hægt tölt: 8,82
Brokk: 8,56
Yfirferð: 8,52
Áseta og stjórnun: 8,70
Lokaeinkunn: 8,65

5.-7. Hafþór Hreiðar Birgisson / Ljóska frá Syðsta-Ósi
Hægt tölt: 8,54
Brokk: 8,60
Yfirferð: 8,70
Áseta og stjórnun: 8,76
Lokaeinkunn: 8,65

5.-7. Valdís Björk Guðmundsdóttir / Hrefna frá Dallandi
Hægt tölt: 8,64
Brokk: 8,64
Yfirferð: 8,56
Áseta og stjórnun: 8,76
Lokaeinkunn: 8,65

8. Arnór Dan Kristinsson / Straumur frá Sörlatungu
Hægt tölt: 8,52
Brokk: 8,66
Yfirferð: 8,58
Áseta og stjórnun: 8,72
Lokaeinkunn: 8,62