sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Öruggur sigur Árna Björns

5. júlí 2014 kl. 20:05

Töltmeistarar Landsmótsins 2014, Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli.

Spenna og glæsileg tilþrif í töltúrslitum Landsmótsins.

Einn af hápunktum Landsmóts er ávallt úrslit í tölti. Þar koma fram okkar liprustu íþróttahross. Fágun og fótaburður einkennir keppnisgreinina sem þykir ein sú vandasamasta í reið. Sigurvegari síðustu tveggja Landsmóta er hryssan Alfa frá Blesastöðum 1A og Sigursteinn Sumarliðason en hryssan er nú farin í folaldseignir. Ljóst var því að annar töltmeistari yrði krýndur í kvöld.

Íslandsmeistararnir Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli leiddu öll úrslitin og fóru með öruggan sigur af hólkmi. Þeir fengu m.a. 10 frá einum dómara fyrir sýningu sína á hægu tölti.

Annar varð tengdafaðir Árna, Sigurbjörn Bárðarson og Jarl frá Mið-Fossum. Bronsið fengu Leó Geir Arnarson og Krít frá Miðhjáleigu.

Dreyri frá Hjaltastöðum og Sigurður Sigurðarson yfirgáfu völlinn eftir að Dreyri féll þegar þeir voru að sýna yfirferðartölt.

1. Árni Björn Pálsson / Stormur frá Herríðarhóli
Hægt tölt: 9,5
Hraðabreytingar: 9,17
Yfirferð: 9,5
Aðaleinkunn: 9,39

2. Sigurbjörn Bárðarson / Jarl frá Mið-Fossum
Hægt tölt: 9,0
Hraðabreytingar: 8,5
Yfirferð: 8,17
Aðaleinkunn: 8,56

3. Leó Geir Arnarson / Krít frá Miðhjáleigu
Hægt tölt: 8,17
Hraðabreytingar: 8,0
Yfirferð: 8,5
Aðaleinkunn: 8,22

4. Þórarinn Ragnarsson / Þytur frá Efsta-Dal II
Hægt tölt: 8,0
Hraðabreytingar: 8,0
Yfirferð:8,0
Aðaleinkunn: 8,0

5. Ísólfur Líndal Þórisson / Kristófer frá Hjaltastaðahvammi
Hægt tölt: 7,5
Hraðabreytingar: 7,5
Yfirferð: 7,5
Aðaleinkunn: 7,5

6. Sigurður Sigurðarson / Dreyri frá Hjaltastöðum
Hægt tölt: 7,5
Hraðabreytingar: 7,67
Yfirferð:0,00
Aðaleinkunn: