miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Glæsilegur sigur Spuna

5. júlí 2014 kl. 21:08

Spuni frá Vesturkoti og Þórarinn Ragnarsson.

Einvígi þeirra bestu.

Menn vilja meina að í ár sé A-flokkur sá sterkasti í sögunni. Áhorfendur máttu því búast við þvílíkri veislu í úrslitum flokksins og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum.

Eftir tölt og brokk leiddi Spuni frá Vesturkoti, Trymbill frá Stóra-Ási og Gróði frá Naustum var þó ekki langt undan. Allir gæðingarnir láu skeiðsprettina tvo og stemningin í brekkunni er gríðarlega góð. Þegar allar tölur höfðu verið þuldar upp var ljóst að sigur Spuna var öruggur. Þórarinn Ragnarsson, knapi gæðingsins, sagði hógvær í viðtali að það segði margt um Spuna að hann hefði unnið flokkinn á honum.

Verðlaunagripurinn sem Þórarinn fékk er nýr. Gripurinn ber heitið Gæðingaverðlaun LH og er hannaður af Siggu á Grund.

1. Spuni frá Vesturkoti / Þórarinn Ragnarsson
Tölt: 9,20
Brokk: 9,06
Skeið: 9,40
Vilji: 9,38
Fegurð í reið: 9,32
Lokaeinkunn: 9,30

2. Trymbill frá Stóra-Ási / Gísli Gíslason
Tölt: 9,10
Brokk: 8,78
Skeið: 9,36
Vilji:
Fegurð í reið: 9,24
Lokaeinkunn: 9,19

3. Gróði frá Naustum / Steingrímur Sigurðsson
Tölt: 8,88
Brokk: 8,86
Skeið: 9,22
Vilji: 9,12
Fegurð í reið: 8,92
Lokaeinkunn: 9,02

4. Nagli frá Flagbjarnarholti / Árni Björn Pálsson
Tölt: 8,74
Brokk: 8,88
Skeið: 9,04
Vilji: 9,0
Fegurð í reið: 8,86
Lokaeinkunn: 8,91

5. Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu / Þórdís Erla Gunnarsdóttir
Tölt: 8,80
Brokk: 8,50
Skeið: 8,96
Vilji: 8,82
Fegurð í reið: 8,82
Lokaeinkunn: 8,81

6. Gangster frá Árgerði / Stefán Birgir Stefánsson
Tölt: 8,90
Brokk: 8,38
Skeið: 8,78
Vilji: 8,78
Fegurð í reið: 8,76
Lokaeinkunn: 8,76

7. Spói frá Litlu-Brekku / Sigurbjörn Bárðarson
Tölt: 8,72
Brokk: 8,56
Skeið:8,80
Vilji:
Fegurð í reið: 8,78
Lokaeinkunn: 8,73

8. Gormur frá Efri-Þverá / Sigurður Vignir Matthíasson
Tölt: 8,66
Brokk: 8,52
Skeið: 8,82
Vilji: 8,72
Fegurð í reið: 8,74
Lokaeinkunn: 8,72