mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrefaldur Landsmótssigurvegari

5. júlí 2014 kl. 13:36

Glódís Rún og Kamban eru þrefaldir sigurvegarar í barnaflokki.

Glódís Rún og Kamban sigruðu barnaflokkinn.

Nú er það staðreynd að Glódís Rún Sigurðardóttir og Kamban frá Húsavík eru búin að sigra barnaflokkinn þrjú Landsmót í röð! Það er mikið afrek enda getur enginn annar knapi státað af sama árangri. 

Egill Már Þórsson og Saga frá Skriðu veittu þeim þó mikla keppni og munaði ekki miklu á þeim. Egill og Saga hlutu 9.08 í einkunn. Í þriðja sæti varð síðan yngri systir Glódísar, Védís Huld Sigurðardóttir og hinum gamalreynda Baldvini frá Stangarholti með 8.92 í einkunn.

Engar smá einkunnir voru í þessum barnaflokki en sjö sinnum var gefin einkunn yfir 9.00 fyrir gangtegundir eða ásetu og stjórnun.

1. Glódís Rún Sigurðardóttir / Kamban frá Húsavík 9.16
Tölt eða brokk: 9,22
Stjórnun og áseta: 9,50
Stökk: 8,80
Stjórnun og áseta: 9,12 

2. Egill Már Þórsson / Saga frá Skriðu 9.08
Tölt eða brokk: 8,92
Stjórnun og áseta: 9,20
Stökk: 8,92
Stjórnun og áseta: 9,28

3. Védís Huld Sigurðardóttir / Baldvin frá Stangarholti 8.92
Tölt eða brokk: 9,22
Stjórnun og áseta: 9,38
Stökk: 8,42
Stjórnun og áseta: 8,64

4. Arnar Máni Sigurjónsson / Hlekkur frá Bjarnarnesi  8.76
Tölt eða brokk: 8,68 
Stjórnun og áseta: 8,82
Stökk: 8,62
Stjórnun og áseta: 8,90

5. Katla Sif Snorradóttir / Gustur frá Stykkishólmi  8.65
Tölt eða brokk: 8,50
Stjórnun og áseta: 8,68
Stökk: 8,60
Stjórnun og áseta: 8,82 

6. Selma María Jónsdóttir / Indía frá Álfólum  8.64  
Tölt eða brokk: 8,64
Stjórnun og áseta: 8,78
Stökk: 8,44
Stjórnun og áseta: 8,68

7. Hákon Dan Ólafsson / Atgeir frá Sunnuhvoli  8,63  
Tölt eða brokk: 8,62 
Stjórnun og áseta: 8,80 
Stökk: 8,46
Stjórnun og áseta: 8,62 

8. Sigurlín F Arnarsdóttir / Reykur frá Herríðarhóli 8,62
Tölt eða brokk: 8,34
Stjórnun og áseta: 8,50
Stökk: 8,74
Stjórnun og áseta: 8,88