mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Spuni tók afgerandi forystu

3. júlí 2014 kl. 12:18

Spuni frá Vesturkoti og Þórarinn Ragnarsson í milliriðli A-flokks.

Stórkostlegar sýningar í milliriðlum A-flokks gæðinga.

Þær voru glæsilegar sýningar gæðinga í milliriðill A-flokks. Sterkustu fimmgangshestar landsins öttu þar kappi um sæti í úrslitum. Átta hross komust inn í A-úrslit. Öruggur í efsta sæti er Spuni frá Vesturkoti, en knapi hans er Þórarinn Ragnarsson. Fyrstur inn í B-úrslit er Trymbill frá Stóra Ási og Gísli Gíslason, en þeir hlutu hæstu einkunn í forkeppni.

Ljóst er að úrslitin verða æsispennandi. B-úrslitin fara fram annað kvöld en A úrslit á laugardagskvöld.

Staðan

Þórarinn Ragnarsson Spuni frá Vesturkoti 9,08
Stefán Birgir Stefánsson Gangster frá Árgerði 8,91
Steingrímur Sigurðsson Gróði frá Naustum 8,91
Þórdís Erla Gunnarsdóttir Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu 8,70
Sigurður Vignir Matthíasson Gormur frá Efri-Þverá 8,63
Steingrímur Sigurðsson Nagli frá Flagbjarnarholti 8,62
Sigurbjörn Bárðarsson Spói frá Litlu-Brekku 8,61
Reynir Örn Pálmason Greifi frá Holtsmúla 8,61

Gísli Gíslason Trymbill frá Stóra-Ási 8,60
Leó Geir Arnarson Gjöll frá Skíðbakka III 8,60
Sylvía Sigurbjörnsdóttir Þröstur frá Hólum 8,58
Mette Mannseth Hnokki frá Þúfum 8,57
Vignir Siggeirsson Heljar frá Hemlu II 8,56
Elvar Þormarsson Undrun frá Velli II 8,54
Ísólfur Líndal Þórisson Gandálfur frá Selfossi 8,52

Líney María Hjálmarsdóttir Kunningi frá Varmalæk 8,51
Steingrímur Sigurðsson Klara frá Ketilsstöðum 8,50
Sigurður Sigurðarson Uggi frá Bergi 8,50
Gústaf Ásgeir Hinriksson Geisli frá Svanavatni  8,49
Sigurður Vignir Matthíasson Freyr frá Vindhóli 8,48
Jakob Svavar Sigurðsson Ægir frá Efri-Hrepp 8,48
Viðar Ingólfsson Þyrla frá Eyri 8,46
Teitur Árnason Nótt frá Jaðri 8,44
Atli Guðmundsson Oddsteinn frá Halakoti 8,39
Edda Rún Ragnarsdóttir Kinnskær frá Selfossi 8,30
Viðar Ingólfsson Seiður frá Flugumýri II 7,70
Jóhann Kristinn Ragnarsson Kórall frá Lækjarbotnum 7,66
Þórarinn Eymundsson Þeyr frá Prestsbæ 0,00 (steig af baki)
Bjarni Bjarnason Hnokki frá Þóroddsstöðum 0,00 stóðst ekki læknisskoðun
Daníel Jónsson Snævar Þór frá Eystra-Fróðholti 0,00 stóðst ekki læknisskoðun