mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Líf í Víðidal á fimmtudag

17. apríl 2012 kl. 12:10

Líf í Víðidal á fimmtudag

Fákur býður borgarbúum að kynna sér fjölbreytt starfsemi á félagssvæði hestamannafélagsins í Víðidal á Sumardaginn fyrsta, 19.apríl. Milli kl. 13 - 16 munu Reiðskóli Reykjavíkur og Faxaból bjóða börnum á hestbak þar sem teymt verður undir þeim og skólarnir munu  einnig kynna starfsemi sína.  Heppnir krakkar geta unnið sér frítt reðnámskeið í sumar með þátttöku í spurningakeppni.

Reiðskólarnir  á svæðinu  hafa starfað til margra ára og alið upp margan hestamanninn með  metnaðarfull námsekeið fyrir börn og unglinga þar sem þau læra almenna reiðmennsku og umgengni við hesta.

 Einnig verða nokkur hesthús á svæðinu opinn fyrir gestum og gangandi þar sem fólk getur séð hvernig nútíma aðbúnaður er hjá hestum og mönnum í dag. Á sama tíma verður Firmakeppni Fáks haldin en þar keppa hinir almennu félagsmenn sín á milli í tölti allt frá banaflokki og upp í fullorðinsflokk á hestum sínum.

Í Félagsheimi Fáks verður boðið upp á afmæliskaffi ásamt meðlæti á sama tíma.

Allir velkomnir í Víðidal á fimmtudag!