mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Líf hjá hestamannafélögum

12. október 2011 kl. 15:06

Líf hjá hestamannafélögum

Hestamannafélögin eru að vakna aftur til lífsins eftir örstutta hausthvíld. Mörg þeirra boða nú til félagsfunda og eru farin að kalla eftir góðu fólki í nefndarstörf, önnur hafa staðið fyrir mannfögnuðum og uppskeruhátíðum:

Á Akureyri boðar hestamannafélagið Léttir  til félagsfundar miðvikudaginn 19. október kl. 20 í Top Reiterhöllinni, þar sem viðburðadagsskrá félagsins fyrir næsta ár verður kynnt.

Reiðhallarnefnd félagsins auglýsir jafnframt lausa stöðu umsjónarmanns í Top Reiter höllina. Um er að ræða 75 - 100% starf með sveigjanlegum vinnutíma en umsóknarfrestur er til 15. október. Upplýsingar um starfið má nálgast hér.

Fákur boðar til nefndardags á laugardag, þar sem nefndir félagsins stilla saman strengi og undirbúa vetrarstarfið. Félagið kallar jafnframt eftir fleira fólki í nefndir enda stórt og mikið starfsár framundan hjá Fáki.

Áhugasamir Andvarafélagar eru einnig beðnir um að gefa kost á sér í stjórn eða nefndir á netfang formannsins: straumver@gmail.com.

Einnig auglýsa Sörlamenn eftir mönnum í fjölbreyttar nefndir félagsins en aðalfundur þess verður haldinn 27. október nk. Áhugasamir félagar eru beðnir um að senda línu á netfangið sorli@sorli.is.

Uppskeruhátíð Loga var haldin í Reykholti 4. október sl. þar sem börn og unglingar héldu upp á starfsárið, þar sem sýnd voru myndbrot frá uppsveitdeildarkeppnum og landsmótsundirbúningi ungra Logamanna.

Karítas Ármann var verðlaunuð og hlaut farandgripinn Feyki, sem Jóhann Björn Óskarsson gaf í minningu sonar síns. Gripurinn er veittur Logafélaga sem sýnir framafarir á sviði hestamennsku og er jafnfram góð fyrirmynd.

Þá hélt hestamannafélagið Ljúfur upp á 50 ára afmæli félagsins.

Hjá hestamannafélaginu Neista fara knapamerkjanámskeið að byrja með bóklegri kennslu og því ekki seinna vænna fyrir Neistamenn að skrá sig.

Skuggi í Borgarnesi stendur fyrir hrossauppboði á föstudaginn eins og sagt var frá í gær og nágrannar þeirra í Snæfellingi boða til folaldasýningar þann 21. október nk.