þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liðakynning í KS deildinni

11. febrúar 2019 kl. 13:10

Lið Leiknis/hestakerrur í KS deildinni 2019

Sjöunda liðið sem kynnt er til leiks er Leiknisliðið/hestakerrur

Leiknisliðið/ Hestakerrur

Sjöunda liðið i ár er Leiknisliðið en það var efst í úrtökunni sem haldin var fyrr í Janúar.

Tveir knapar koma allaleið að sunnan nánar tiltekið úr Hafnarfirði, en það eru hjónin Snorri Dal liðsstjóri og Anna Björk Ólafsdóttir. Með þeim í liði er skeiðmeistarinn Konráð Valur Sveinsson og Eyfirðingarnir Höskuldur Jónsson og Stefán Birgir í Litla-Garði.

Liðið vann úrtöku fyrir KS deildina sannfærandi. Liðið er vel hestað í allar greinar og ætlar að blanda sér í baráttuna um sigur í KS deildinni.

Dagskrá vetrarins í KS deildinni

Dagsetning

Keppnisgrein

Staðsetning

13. febrúar

Gæðingafimi

Sauðárkrókur

27. febrúar

Slaktaumatölt

Sauðárkrókur

13. mars

Fimmgangur

Akureyri

27. mars

Fjórgangur

Sauðárkrókur

12. apríl

Tölt og flugskeið

Sauðárkrókur