fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liðakynning í KS deildinni

3. febrúar 2019 kl. 17:20

Lið Skoies Prestige KS deildin 2019

Fjórða liðið er lið Skoies Prestige

iðsstjóri þessa liðs er Elvar Logi Friðriksson tamningamaður á Grafakoti. Með honum er Fanney Dögg Indriðadóttir reiðkennari.

Lækjamótsvíkingurinn Ísólfur Líndal Þórisson, Jóhann B Magússon bóndi á Bessastöðum og þeim til halds og trausts skeiðmeistarinn Svavar Örn Hreiðarsson. Elvar Logi og Fanney kepptu voru einnig í liði í fyrra sem hét þá Líflands liðið en hafa skipt um nafn og heita núna Skoies Prestige. 


Fjórir Húnvetningar eru í liðinu og einn öskufljótur Dalvíkingur.  

Dagskrá vetrarins í KS deildinni

Dagsetning

Keppnisgrein

Staðsetning

13. febrúar

Gæðingafimi

Sauðárkrókur

27. febrúar

Slaktaumatölt

Sauðárkrókur

13. mars

Fimmgangur

Akureyri

27. mars

Fjórgangur

Sauðárkrókur

12. apríl

Tölt og flugskeið

Sauðárkrókur