miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liðakynning í KS deildinni

30. janúar 2019 kl. 10:00

Lið Hofstorfunar í KS deildinni 2019

Þriðja liðið sem við kynnum til leiks í KS deildinni er lið Hofstorfunar

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks er lið Hofstorfunar.


Liðsstjóri er Elvar E. Einarsson á Skörðugili. Með honum í liði er þjálfarinn á Narfastöðum Bjarni Jónasson, Skapti Steinbjörnsson formaður Skagfirðings og hrossaræktandi á Hafsteinsstöðum, Lilja S. Pálmadóttir eigandi Hofstorfunar og Freyja Amble tamningakona á Hofi.

Tvær breytingar eru gerðar á liðinu frá því í fyrra. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Gústaf Ásgeir Hinriksson eru ekki með í deildinni í ár og í þeirra stað koma inn í liðið Skapti Steinbjörnsson og Freyja Amble.

Lið Hofstorfunar er reynslumikið og hefur á að skipa góðum hrossum

Dagskrá vetrarins í KS deildinni

Dagsetning

Keppnisgrein

Staðsetning

13. febrúar

Gæðingafimi

Sauðárkrókur

27. febrúar

Slaktaumatölt

Sauðárkrókur

13. mars

Fimmgangur

Akureyri

27. mars

Fjórgangur

Sauðárkrókur

12. apríl

Tölt og flugskeið

Sauðárkrókur