miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liðakynning í KS deildinni

28. janúar 2019 kl. 10:40

Þúfur í KS deildinni 2019

Annað liðið sem kynnt er til leiks er lið Þúfna

Þúfur

Annað liðið sem við kynnum er lið Þúfna.

Það lið er skipað fjórum flinkum konum og þeim fylgir einn karl sem reyndar er enginn meðalmaður.

Liðsstjóri er Mette Mannseth tamningameistari og yfirreiðkennari á Hólum en hún hefur ávallt verið við toppinn í einstaklingskeppninni undanfarin ár.

Aðrir meðlimir í liði þúfna eru: Barbara Wenzl reiðkennari frá Hólum, Lea Busch nemi á Hólum, Artemisia Bertus reiðkennari og tamningakona á Nautabúi og Gísli Gíslason þjálfari á Þúfum.

Liðið tekur breytingum frá því í fyrra en Freyja Amble hefur skipt yfir í lið Hofstorfunar og í hennar stað kemur Artemisia Bertus.

Lið Þúfna býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði hestaíþrótta. Það ætti enginn að afskrifa þetta fagmannlega lið þegar kemur að liðakeppninni í ár.

Dagskrá vetrarins í KS deildinni

 

Dagsetning

Keppnisgrein

Staðsetning

13. febrúar

Gæðingafimi

Sauðárkrókur

27. febrúar

Slaktaumatölt

Sauðárkrókur

13. mars

Fimmgangur

Akureyri

27. mars

Fjórgangur

Sauðárkrókur

12. apríl

Tölt og flugskeið

Sauðárkrókur