miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liðakynning í KS deildinni

27. janúar 2019 kl. 16:20

Lið Hrímnis í KS deildinni 2019

Fyrst liðið sem er kynnt til leiks er lið Hrímnis en það lið hefur unnið liðakeppnina síðastliðinn fjögur ár.

Hrímnir

 Fyrsta liðið sem við kynnum til leiks að þessu sinni er sigurlið sl. fjögurra ára en það er lið Hrímnis.

Liðsstjóri þessa liðs er sem fyrr Þórarinn Eymundsson tamningameistari og reiðkennari á Hólum.

Auk Tóta eru í liðinu: Líney María Hjálmarsdóttir bóndi og reiðkennari á Tunguhálsi, Valdís Ýr Ólafsdóttir tamningakona og reiðkennari, Finnur Jóhannesson Hólanemi og Sina Scholz reiðkennari við Hólaskóla.

Þjálfari þeirra er Arndís Brynjólfsdóttir reiðkennari og þjálfari á Vatnsleysu.

Breytingar á liðinu frá því á síðasta keppnistímabili eru þær að sigurvegari einstaklingskeppninnar í fyrra, Helga Una Björnsdóttir, er ekki með í ár og einnig missir liðið Jóhönnu Margréti Snorradóttur. Þær hafa báðar flutt sig suður í land eftir að hafa lokið námið í reiðmennsku og reiðkennslu við Háskólann á Hólum.

Ljóst er að liðið mun sakna þessara úrvals reiðmanna, þær skiluðu mörgum stigum fyrir liðið í fyrra. Það kemur í hlut Sinu Scholz og Finns Jóhannessonar að fylla skarðið sem þær skilja eftir sig. 

Ljóst er að lið Hrímnis er til alls líklegt og ætlar sér sigur í deildinni fimmta árið í röð.

Dagskrá vetrarins í KS deildinni

Dagsetning

Keppnisgrein

Staðsetning

13. febrúar

Gæðingafimi

Sauðárkrókur

27. febrúar

Slaktaumatölt

Sauðárkrókur

13. mars

Fimmgangur

Akureyri

27. mars

Fjórgangur

Sauðárkrókur

12. apríl

Tölt og flugskeið

Sauðárkrókur