miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liðakynning í KS deildinni

21. febrúar 2017 kl. 13:20

Trymbill frá Stóra-Ási og Gísli Gíslason með aðra hönd á taum.

Það má með sanni segja að lið Draupnis sé skipað framafólki í Íslandshestaheiminum

Mette mætir örugglega vel hestuð í allar greinar. Hún er einnig ætíð vel undirbúin svo það má vænta mikils af henni í vetur.
Liðsstjóri er Mette Mannseth. 

Artemisa Bertus mætir til leiks en hún sigraði bæði 4g og gæðingafimina í fyrra. Það er engin gæðingafimi í ár svo Misa
ætlar örugglega að stefna á sigur í 4g aftur.

Barbara Wenzl yfirtamningamaður á Hofi hefur ætið góð hross undir hnakk og mætir eflaust mjög sterk til leiks.

Síðastur en ekki sístur er Gísli Gíslason. 
Gísli hefur glatt áhorfendur með frábæru samspili við hest sinn Trymbil frá Stóra – Ási.
Hvort Gísli mætir með Trymbil í ár vitum við ekki en örugglega verður hann vel ríðandi.

Þetta er eina liðið sem er skipað fjórum knöpum og athygli vekur að enginn í þessu liði er frá sama landi.
Þetta er lið sem eflaust á eftir að hlaða inn stigum í vetur