þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liðakynning í KS deildinni

18. febrúar 2017 kl. 11:05

Magnús Bragi Magnússon Gyrðir frá Tjarnarlandi

Lið Íbess/TopReiter sendir til leiks öflugt lið sem er til alls líklegt

Jóhann B Magnússon kúabóndi er liðsstjóri.
Harðsnúinn keppnismaður, fluglaginn og vel hestaður.

Litli bróðir Jóa hann Magnús Bragi Magnússon á Íbishóli er þarna innanborðs, þekktur um allan heim og kemur sífellt á óvart.

Eflaust kemur Maggi á óvart í vetur. Hæfileikareiðmaður, ætíð með góð hross undir höndum.

Frá Lækjamóti koma hjónin Ísólfur Líndal og Vigdís Gunnarsdóttir. Ísólfur er einn allra öflugasti keppnismaður hér um slóðir.Frábær hestakostur og hæfileikar Ísólfs gera hann sigurstranglegan í vetur.Vigdís hefur verið að gera góða hluti á undanförnum árum og mætir örugglega sterk til leiks.

Inn í þetta lið kemur ung stúlka af Suðurlandi alin upp við Skagfirsk hross af Kolkuóskyni. Þetta er Fríða Hansen sem stundar nám við Hólaskóla í vetur. Bæði Fríða og hross úr hennar ræktun hafa vakið athygli nú á síðari árum. Þarna er á ferðinni efnilegur knapi með góð hross.

Þetta lið lið gæti komið á óvart og halað inn mörg stig en þá verða Jói og Maggi að standa sig!!