þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liðakynning í KS deildinni

13. febrúar 2017 kl. 13:00

Baldvin Ari í góðri sveiflu.

Nýtt lið Team-Jötunn er til alls líklegt með fjóra Eyfirðinga innanborðs og Hinrik Bragason sem er nýr keppandi í KS deildinni

Þó að liðið sé nýtt í deildinni eru í því knapar sem hafa áður keppt í henni.

Liðsstjóri er Baldvin Ari Guðlaugsson löngu kunnur sem einn sigursælasti knapi Norðan heiða.

Með honum einnig búsettur á Akureyri er Guðmundur Karl Tryggvason sem er ávalt flugríðandi og mætir ætíð til leiks með eftirtektarverð hross.

Frá Björgum í Hörgárdal koma feðginin Viðar Bragason og Fanndís Viðarsdóttir.
Bæði tvö hafa náð frábærum árangri á síðustu árum og verður spennandi að sjá
þau spreyta sig í þessari sterku deild í vetur.

Síðastan en ekki sístan í þessu liði ber að nefna Hinrik Bragason.  að fara mörgum orðum, einn allra hæfileikaríkasti knapi á Íslandi.Um Hinna er óþarfi 

Það er okkur sem að deildinni stöndum sérstök ánægja að hafa vini okkar að Norðan með og bjóðum við þá velkomna.