þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liðakynning í KS deildinni

7. febrúar 2017 kl. 16:15

Lið Hrímnis í KS deildinni 2017

Sigursælt lið Hrímnis kynnt til leiks

Liðstjóri er að vanda Þórarinn Eymundsson. 
Þórarinn hefur staðið sig frábærlega í deildinni og hefur hann til að mynda sigrað einstaklingskeppnina þrisvar sinnum.

Ný inn í þetta lið kemur Jóhanna Margrét Snorradóttir en hún hefur ekki keppt í deildinni áður.  

Þrátt fyrir ungan aldur á Jóhanna flottan keppnisferil að baki og kemur hún til með að styrkja Hrímnisliðið. 

Eftir árshlé í deildinni kemur Hörður Óli Sæmundarson aftur inn liðið en heyrst hefur að hann sé mjög vel hestaður þetta árið.  

Helga Una Björnsdóttir og Líney María Hjálmarsdóttir halda sínum sætum í liðinu en þeirra gengi hefur verið gott í deildinni.

Eins og sjá má eru þarna á ferðinni úrvalsknapar sem munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna liðakeppnina þriðja árið í röð.