fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liðakynning í áhugamannadeild

23. desember 2016 kl. 16:00

Glugga og Gler deildin - Áhugamannadeild Spretts.

Lið í Áhugamannadeild Spretts og Gluggar og Gler kynnt til leiks

Síðustu fimm liðin sem við kynnum til leiks eru lið Kælingar og Team Kaldibar sem hafa verið í deildinni frá upphafi.
Og svo þrjú lið sem koma ný inn í deildina en það eru lið: Snaps Kapp, Einhamar Ísfell og  Ölver brugghús

Nú er kynningum liða lokið og spennan fer vaxandi enda styttist í fyrsta mót.  Undirbúningur er hafinn hjá öllum liðum og það er ljóst að knapar og þjálfara leggja mikinn metnað í undirbúninginn.

Það er einnig ljóst að klæðnaður og dressin eiga líka að vera í lagi og flestir leggja mikinn metnað í það enda verðlaun í boði fyrir best klædda liðið á uppskeruhátíð mótaraðarinnar.   Það er sérstaklega gaman að segja frá því að að í liði Ölvers Brugghús er sérstakur búningastjóri en þar er kominn í hópinn Sigurður Sveinn Þórðarsson eða Siggi dúlla – sem er þekktastur fyrir að sjá um búninga Landsliðs karla í knattspyrnu. Hann er nú augljóslega kominn til  að hasla sér völl í búningum í hestaíþróttum. 

Dagskráin árið 2017 er eftirfarandi:
Fimmtudagur 16 febrúar               :  Fjórgangur
Fimmtudagur 2 mars                      :  Fimmgangur
Fimmtudagur 16 mars                    :  Slaktaumatölt og flugskeið gegnum höllina
Fimmtudagur 30 mars                    :  Tölt – lokamótið
Gleðilega hátíð frá stjórn Áhugamannadeildar Spretts