föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Liðakeppni á Svellköldum

26. febrúar 2010 kl. 10:11

Liðakeppni á Svellköldum

Boðið verður upp á skemmtilega nýbreytni á Ístöltsmóti kvenna "Svellköldum konum" í Skautahöllinni í Laugardal þann 13. mars nk. þ.e.að vera með liðakeppni. Keppendunum hundrað verður skipt í fimm lið, en dregið verður í liðin úr öllum keppnisflokkum og munu 20 knapar skipa hvert lið. Árangur hvers og eins í liðinu telur svo inn í samanlagðan heildarárangur og í lok móts mun stigahæsta liðið koma fram og hljóta sérstök verðlaun.
Þessi nýjung ætti að geta skapað skemmtilega stemmingu þar sem knapar og aðstandendur geta hvatt sitt lið til dáða og gefur fleiri keppendum möguleika á að vinna verðlauna sem hluti af stærri hóp.
Undirbúningur mótsins gengur annars mjög vel og mun skráning hefjast 1. mars nk. á vefnum www.gustarar.is.