miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lið Hollands

21. júlí 2019 kl. 09:00

Sigurður Marinússon hefur oft keppt fyrir hönd Hollands en hann er ekki í liðinu þetta árið

Hollendingar hafa tilkynnt hverjir mæta á HM fyrir þeirra hönd

 

Hollendingar tilkynntu lið sitt fyrir Heimsmeistaramótið nú um helgina. Alls senda þeir 13 knapa til leiks í íþróttakeppni og einn hest í kynbótasýningar.

Af þessum þrettán knöpum eru fimm ungmenni og sjö fullorðnir. Eini hesturinn sem skráður er í kynbótasýningar er sex vetra gamall stóðhestur Maximus frá Telmustöðum.

Maximus var sýndur í vor í kynbótadómi og varð um leið hæst dæmdi stóðhestur þeirra sem fæddir eru í Hollandi. Hlaut hann fyrir sköpulag 8,54 fyrir hæfileika 8,52 og í aðaleinkunn 8,53. Sýnandi var Agnar Snorri Stefánsson. Maximus er undan Viktori frá Diisa og Telmu frá Auðsholtshjáleigu sem er undan Garp frá Auðsholtshjáleigu og Tign frá Enni.

Hér fyrir neðan má sjá landslið Hollendinga

Fullorðnir

Anne-Lene Holm og Seifur frá Oddhóli

Yoni Blom og Bjartur frá Aquadraat

Tom Buijtelaar og Hausti van 't Groote Veld

Marion Duintjer og Kjölur frá Varmalæk

Jaap Groven og Djákni frá Flagbjarnaholti

Bas Cornielje og Viðir frá Smáhúsum

Mieke van Herwijnen og Örk frá Hjarðartúni

Ungmennni

Esmee Versteeg og Listi frá Malou 

Lisa Leereveld og Djorn frá Nýttland

Christa Rike og Vaðal frá Fensalir

Kirsten Valkenier og Litli-Dagur fra Teland

Manon de Munck og Liður frá Slippen

Kynbótahross

6.vetra stóðhestur: Maximus frá Telmustöðum