miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leyndardómur hestamennskunnar

1. janúar 2015 kl. 12:00

Lárus Ástmar Hannesson formaður LH.

Okkur ber að huga að grunninum, segir formaður LH.

Nokkrir af forystumönnum hestamennskunnar skrifa greinar í 12. tölublað Eiðfaxa. Lárus Ástmar Hannesson formaður Landssambands hestamannafélaga ræðir m.a. um hið mikilvæga en ómarktæka í hestamennskunni.

Mjög margt sem viðkemur hestamennskunni er hægt að setja inn í excel-skjal með fyrirfram ákveðnum útreikniformúlum og fá niðurstöðu. Excel-skjölin eru ágæt og nauðsynleg til áætlanagerða og útreikninga til að auðvelda mat og styðja ákvarðanir.

Gallinn við excel-skjölin er að þar eru engir reitir fyrir t.d. félagsþáttinn, hefðina eða söguna en það eru þeir þættir sem eru grunnurinn sem hestamennskan byggir á og bygging án grunns stendur veik og þolir hvorki mikla vætu né vind.

Þessa þætti er hins vegar nauðsynlegt að taka inn í alla ákvarðanatöku sem lúta að framtíð hestamennskunnar og þar reynir á okkur sem höfum gefið kost á okkur og verið valin til að taka ákvarðanir. Okkur ber að huga að grunninum.

 Grein þessa má nálgast í 12. tölublaði Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.