miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leyfð hófalengd stytt

odinn@eidfaxi.is
15. nóvember 2014 kl. 12:36

Breytingar á reglum um hófalengd í farvatninu.

Lagt hefur verið til að minnka leyfilega hámarkslengd hófa í kynbótadómi um hálfan cm en í núgildandi reglum mega stæstu hross hafa að hámarki 10,0cm hófa.

Reglurnar eru í dag eftirfarandi:

Hófar mega ekki vera lengri en 9,0 sm mælist hrossið lægra en 137 sm á stöng á hæstar herðar, sé hrossið 137 sm en þó lægra en 145 sm á hæstar herðar má hóflengdin vera allt að 9,5 sm og ef hæðin er 145 sm eða meiri má hóflengdin vera allt að 10,0 sm. Ekki má muna meiru en 2 sm á lengd fram- og afturhófa. 

Mæal þetta var rætt á aðalfundi Félags Hrossabænda og fékk jákvæða umfjöllun, en á Ráðstefnunni síðustu helgi kynnti Sigurður Torfi rannsókn á vegum FEIF þar sem meðal annars kemur fram í gögnum að rétt sé að minnka leyfða hámarkshófalengd.