miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Léttviljugur rýmishestur

10. janúar 2017 kl. 14:39

Sirkus og Agnar Þór.

4 vetra stóðhestar

Margir athyglisverðir fjögurra vetra stóðhestar komu fram á árinu og verður gaman að fylgjast með þeim. Í ár voru 100 fjögurra vetra hestar sýndir en efstur þeirra var Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk. Þetta er léttviljugur og skrefmikill rýmishestur, undan Fáfni frá Hvolsvelli og Sveiflu frá Lambanesi. Sirkus hlaut hvorki meira né minna en 8,71 sem er hæsta hæfileikaeinkunn hjá fjögurra vetra hrossi á árinu. Á eftir Sirkusi er alhliðahesturinn Valgarð frá Kirkjubæ undan Sjóði og Freistingu frá Kirkjubæ. Valgarð hlaut fyrir hæfileika 8,54 og sköpulag 8,31. Þráinn er þriðji í röðinni en hann hlaut 8,24 fyrir hæfileika og 8,59 fyrir sköpulag en hann er undan Álfi frá Selfossi og Þyrlu frá Ragnheiðarstöðum.

Aðaleinkunn       Nafn    Faðir   Móðir

8.49    Sirkus Garðshorni Þelamörk            Fáfnir Hvolsvelli        Sveifla Lambanesi    

8.45    Valgarð Kirkjubæ      Sjóður Kirkjubæ        Freisting Kirkjubæ

8.38    Þráinn Flagbjarnarholti        Álfur Selfossi  Þyrla Ragnheiðarstöðum

8.32    Marel Aralind            Lord Vatnsleysu        Muska Syðri-Hofdölum

8.31    Sægrímur Bergi         Sær Bakkakoti            Hrísla Naustum

8.31    Dagfari Álfhólum       Blysfari Fremra-Hálsi            Dagrún Álfhólum

8.30    Teitur Efri-Þverá       Eldjárn Tjaldhólum   Þóra    Litlu-Sandvík

8.26    Gyrðir Einhamri 2     Eyjólfur Einhamri 2  Gusta Litla-Kambi

8.26    Dofri Sauðárkróki      Hvítserkur Sauðárkróki        Dimmbrá Sauðárkróki 

8.26    Apollo Haukholtum   Arion Eystra-Fróðholti          Elding Haukholtum