fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Léttur og skemmtilegur aðalfundur framundan

10. desember 2009 kl. 14:36

Léttur og skemmtilegur aðalfundur framundan

Félag tamningamanna heldur aðalfund sinn í Kænunni á Óseyrarbraut 2 í Hafnarfirði í kvöld. Fundurinn hefst kl. 17.00 og rétt til fundarsetu hafa allir skuldlausir félagar FT.

Eiðfaxi spjallaði við Guðmund Arnarson, en hann er varamaður í stjórn félagsins.

Guðmundur lagði áherslu á að fundurinn yrði á léttum nótum og rifjuð yrði upp saga félagsins frá stofnun þess. Það er Pétur Behrens, einn af stofnfélögum FT sem fer yfir söguna og sýnir jafnvel gamlar myndir henni tengdri.

"Við leggjum upp með að eiga góða kvöldstund saman, hlæja, virkja félagsandann, borða góðan mat og komast í jólaskapið", segir Guðmundur og það er greinilega hugur í honum.

FT hefur staðið fyrir kennslusýningum í haust og hafa yfir 2 þúsund manns mætt til að fylgjast með.

Helga Thoroddsen kynnir knapamerkjakerfið enn betur fyrir félagsmönnum og hnykkir á mikilvægum atriðum.

"Við ætlum að skoða söguna og spyrja okkur að því hvernig sögu við munum segja af félagsstarfinu í FT eftir 20 ár. Ég vonast til að sjá sem flesta, reynslubolta sem og unga fólkið okkar," sagði Guðmundur að lokum.