mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Léttleikinn í fyrirrúmi

1. maí 2015 kl. 13:14

John Siiger Hansen, hrossaræktandi og kynbótadómari, hugar að unghrossum.

John Siiger Hansen, hrossaræktandi á Guldbæk í Danmörku í viðtali.

Hann segir fátt en á tali hans má strax merkja að hann hefur mikla reynslu af málefnum hrossaræktarinnar. John Siiger hefur ræktað hross í tæpa fjóra áratugi og er jafnframt einn reyndasti kynbótadómari á meginlandinu. John er í viðtali í 4. tbl. Eiðfaxa, Stóðhestablaðinu.

Hér er brot úr greininni:

John er spurður um áherslur hans í ræktuninni. Hann hugsar sig um í örstutta stund og svarar því til að hann hafi alltaf lagt áherslu á að rækta alhliðahross sem væru létt á skrokkinn og lipur á gangi. „Ég vil hafa hross taumlétt og auðveld í gengi en nú á seinni árum hef ég lagt aukna áherslu á að þau séu auðveld í reið. Þegar ég var yngri var ekki eins mikil áhersla lögð á þennan þátt en þegar árin hafa liðið þá hefur krafan verið að aukast hjá mér á auðsveipt geðslag því að erfitt er að selja hross sem aðeins færustu menn geta riðið. Hvað byggingar­þætti varðar þá vil ég að hrossin séu léttbyggð með góðan háls,“ segir John og ljóst er að talsverð hugsun hefur verið lögð í áhersluatriði ræktunarinnar.

Hrossaræktin á Guldbæk er talsverð en á búinu hafa á undanförnum árum fæðst um tíu folöld á ári. Árangurinn hefur verið góður en af tíu hæst dæmdu hrossum fæddum á búinu eru öll utan eitt fædd eftir árið 2000. Þrjú hæst dæmdu hrossin eru fædd á árabilinu 2005-2010.

Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.