sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Léttleiki og frelsi – skemmtilegur dagur

13. desember 2010 kl. 11:12

Léttleiki og frelsi – skemmtilegur dagur

Fræðsludagurinn „Léttleiki og frelsi“ sem nokkrar konur ásamt fræðslunefnd hestamannafélagsins Harðar stóðu fyrir í höfuðstöðvum Harðar á laugardaginn var,..

tókst í flesta staði vel. Dagskráin var fjölbreytt og flytjendur erinda og sýnikennslu komust allir vel frá sínu. Dagurinn var ágætlega sóttur miðað við að um nýung er að ræða, fyrirlestrar og sýningar fjölluðu ekki um hefðbundið efni eða það sem hestafólk er vant að upplifa.

Mikil og skemmtileg tjáning og innlifun einkenndi alla fyrirlestrana og sama má segja um sýnikennslur sem fóru fram í hinni glæsilegu nýju reiðhöll Harðar. Stemningin var skemmtileg og má segja að léttleiki og frelsi hafi einkennt hana.

Hér eru nokkrar myndir frá þessum atburði.