laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Léttleiki og frelsi" í Mosó næsta laugardag.

6. desember 2010 kl. 13:26

"Léttleiki og frelsi" í Mosó næsta laugardag.

Súsanna Ólafsdóttir tamningakona í Mosfellsbænum er að undirbúa Opinn fræðsludag fyrir reiðkennara, tamningafólk og reyndar alla hestaáhugamenn...

Um er að ræða dagskrá sem inniheldur bæði fyrirlestra og kennslusýningar og fer hún fram í félagsheimili og reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ Eiðfaxi vildi fá meiri vitneskju um málið og hafði samband við Súsönnu.
Um hvað snýst þetta ?
„Eftir að ég útskrifaðist frá Hólum sem reiðkennari hafa verið að mótast í huga mér hugmyndir dregnar af upplifun minni þar og reynslu minni sem tamningakona. Mér fannst eftir á að hyggja að heilmikið vantaði í kennsluna varðandi mannleg samskipti.
Mig langar með þessari sýningu að koma á framfæri einhverju af því sem ég tel að hafi verið að hjálpa mér í mínu starfi sem reiðkennari en það fólk  sem mun flytja erindi þennan dag hefur allt kennt mér mikið af hagnýtum hlutum þegar til reiðkennslunnar kemur.
Starf tamningamanna snýst um fleira en að temja hest. Tamningamenn eru að þjónusta fólk og við þurfum að vera flink í samskiptum við hesteigendur, viðskiptavinina okkar. Einnig á ég við í sambandi við hestaverslun. Það krefst leikni í mannlegum samskiptum að gera fólki til hæfis.
Áttu von á mörgum gestum?
Við erum viss um að við munum fá marga áhugasama gesti og þótt dagskráin sé kannski sniðin fyrir reiðkennara þá er hún einnig gagnleg fyrir nemendur þeirra og reyndar erum við að vona að við munum fá til okkar fullt af venjulegu hestafólki og hestaáhugafólki.

Aðgangur að fyrirlestrum kostar kr. 2000.-. Innifalið er kaffi og hádegismatur.
Frítt er inná sýni kennslu eftir hádegi.

Dagskrá Léttleiki og frelsis er þannig:
Laugardagur 11.nóvember
Húsið opnar: 08:3009:30 Þórhildur Þórhallsdóttir félagsfræðingur og framhaldsskólakennari erindi. Spurningum svarað.
10:00 Þórunn Ólý Óskarsdóttir félagsráðgjafi erindi. Spurningum svarað
10:30 Umræður og kaffi.
11:00 Kristbjörg Halla, erindi og spurningum svarað.
11:30 Súsanna Sand Ólafsdóttir, erindi og spurningum svarað.
12:00 Umræður
12:15 Matur reiddur fram af Guðmundi Björgvinssyni (Makkerinn)

13:00 Sýnikennsla
•    Léttleiki og frelsi I- Súsanna Sand Ólafsdóttir
•    Spenntur knapi/spenntur hestur - Lina Erikson reiðkennari
•    Jafnvægi knaspans - Line Nörgard reiðkennari
•    Léttleiki og frelsi II - Súsanna Sand Ólafsdóttir
•    Leiðtoginn - Þórhildur Þórhallsdóttir félagsfræðingur
•    Leyniatriði – Eitthvað skemmtilegt sem kemur öllum á óvart!!