mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Léttleiki er bæði upphaf og takmark.

16. mars 2011 kl. 00:49

Léttleiki er bæði upphaf og takmark.

Hér á landi er staddur franski hestaþjálfarinn Michel Becker. Hann kom hingað í frí en einhvernveginn þróuðust málin þannig...

að hann hefur nú haldið  fyrirlestra um þjálfun á þremur stöðum, fyrst á Mið-Fossum í Borgarfirði, síðan í Skeiðvöllum hjá Sigurði Sæmundssyni og í gær hélt hann fyrirlestur í Stóra Ármóti í Árborg. Michel hefur numið reiðmennsku meðal annars hjá þekktum stórhestaþjálfara, Philippe Karl og hefur tileinkað sér hugmyndir hans og nýtir þær við þjálfun Íslenska hestsins. Hann starfaði í mörg ár á þýska hestabúinu Wiesenhof, undir stjórn Bruno Podlech.
Í fyrirlestrinum lagði hann mikla áherslu á léttleika, sagði hann vera bæði upphaf og takmark þjálfunarinnar. Michel varar eindregið við því sem kallað er „rollerkür“ sem er það ástand sem skapast þegar hesturinn er þvingaður með lágri taumhendi í það djúpan höfuðburði að hann lendir á bak við taum eða lóðlínu eins og sagt er.
Þeir sem á hlýddu varð hugsað til þess sem í dag er hér kallað „vinnuform“ og er notað til þess að byggja upp sterka yfirlínu. Samkvæmt myndum sem fyrirlesari sýndi af hestum í „rollerkür“ er það bara hárfín lína sem skilur þetta tvennt að. Fyrirlesturinn var fluttur á þýsku en Petra Mazetti þýddi jafn óðum á íslensku.
Eiðfaxi mun hitta Michel einhvern næstu daga og fá smá sýnikennslu af þjálfun hans og tækifæri til myndatöku til birtingar hér á vefnum og kannski í blaðinu.