fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Léttismenn takið eftir!

8. febrúar 2011 kl. 11:49

Léttismenn takið eftir!

Hestamannafélagið Léttir hefur nóg á boðstólnum fyrir hestamenn norðan heiða þessa dagana.

Reiðnámskeið verður með Sölva Sig. þann 19. og 20. febrúar nk. Kennt verður 2x25 mínútur hvorn dag. Skráning er á lettir@lettir.is  og lýkur skráningu 17. febrúar. Athugið að aðeins 12 þátttakendur komast að. Námskeiðið kostar 19.000 kr. og er opið fyrir alla.

Þá mun Léttir endurvekja Vetrarleika sína í tengslum við vetrar- og útivistahátíðina Éljagang. Vetrarleikarnir munu fara fram 13. febrúar kl. 13 á Leirutjörn við Minjasafnið.   Keppt verður í A-flokki, B-flokki, 100m skeiði ásamt hryssum og stóðhestum. Skráning er á lettir@lettir.is   og taka verður fram að verið er að skrá á Vetrarleikana, einnig þarf að koma fram nafn og kt. knapa, nafn og IS númer hests. hryssu og stóðhestaeigendur þurfa að skila inn upplýsingum um hesta sína ef þeir vilja láta kynna þá.

Skráningagjald er 1000 kr. fyrir A – B flokk og skeið og greiðist inná 0302 - 26 - 15839, kennitala 430269-6749. Skráningu lýkur á hádegi laugardaginn 12. febrúar. Frítt er fyrir hryssur og stóðhesta

Bent er á að í dag sé ísinn mjög góður en spáð sé hita framundan og gæti því þurft að fella mótið niður. Keppendum og áhugasömum er því bent á að fylgjast með á heimsíðu Léttis.