mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Léttisfréttir - skötuveisla og jólaball

16. desember 2009 kl. 10:04

Léttisfréttir - skötuveisla og jólaball

Skötuveisla 17. des. í Top Reiter höllinni -  Hin árlega, margrómaða Skötuveisla Léttis verður haldin 17. desember kl. 19:00 í Top Reiter höllinni. Það kostar aðeins 1.600 kr. fyrir manninn. Þeir sem vilja aðra drykki en vatn eru beðnir um að taka þá með sér.

Nú er um að gera að mæta og eiga góða stund saman í góðra vina hópi.
  

Jólaball Léttis 2009
 
Æskulýðsnefnd Léttis heldur hið árlega Jólaball í Top Reiter höllinni 20. desember kl 14:00. Jólasveinar kíkja í heimsókn og gengið verður í kringum jólatréð og sungið. Allir eiga að koma með pakka að verðmæti 0-500 kr.