þriðjudagur, 25. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Léttisfélagar á leið í ferð

11. júlí 2012 kl. 20:29

Léttisfélagar á leið í ferð

Félagsferð Léttis verður helgina 27.-29. júlí og verður farið í Sörlastaði. Frekari upplýsingar munu birtast áður en langt um líður. 

Ferðin heppnaðist vel í fyrra en riðið var í Stórutungu. Byrjað var á föstudegi en riðið var frá Kiðagili í Bárðardal og farið þaðan í Stórutungu. Næsta dag var farið í Stóruflesju og síðan riðið til baka í Stórutungu og ferðinni lokið á sunnudeginum með því að ríða til baka í Kiðagili.