laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Léttir lundina

25. maí 2014 kl. 13:00

Vel fer á með þeim Helgu, Jóni Guðlaugi og Elíasi.

Ásókn í reiðnámskeið fyrir fatlaða.

@font-face { font-family: "MS 明朝"; }@font-face { font-family: "Cambria Math"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: Cambria; }.MsoChpDefault { font-family: Cambria; }div.WordSection1 { page: WordSection1; } Í hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ er rekið metnaðarfullt starf fyrir fatlaða. Fræðslunefnd fatlaðra í samstarfi við Hestamennt heldur reiðnámskeið alla virka daga yfir veturinn sem nýtist bæði minna og meira fötluðum.

Stutt er síðan MS félagið bættist í hóp þeirra sem koma á námskeið i Herði.  Fimm manna hópur mætir einu sinni í viku, Helga Káradóttir og Jón Guðlaugur Þórðarson eru þar á meðal. „Ég var greind með MS árið 1986,“ segir Helga sem hafði farið eitthvað á hestbak áður en hún greindist með MS en hefur lítið farið á bak síðan. „Hópur frá MS fór á námskeið í Sörla fyrir nokkrum árum sem var haldið af konu sem er sérmenntuð í reiðkennslu fyrir fatlaða,“ lýsir Helga og er afskaplega ánægð að vera komin á bak á ný hjá Hestamennt. „Ég er dugleg að hreyfa mig en finnst gaman að bæta þessu við. Svo hittir maður líka svo skemmtilegt fólk.“ Jón Guðlaugur var hestamaður lengi. Hann greindist með MS árið 2002 og er í dag í hjólastól. „Ég hélt áfram hestamennsku þar til ég flaug nokkrum sinnum vel af baki. Þá þótti mér betra að slaka á,“ segir hann glettinn. Jón Guðlaugur nýtur þess að komast á bak aftur. „Fyrir mig er þetta bara algert deja vú og frábær upplifun að geta þetta á ný,“ segir hann en segist þó ekki finna fyrir neinum líkamlegum mun en þeim mun meiri andlegum.  „Það léttir mjög lundina að koma hingað enda hittir maður alls konar skemmtileg fífl hérna,“ segir hann og lítur kíminn á Elías Þórhallsson, eiginmann Berglindar, sem oft aðstoðar á námskeiðunum. „Það skiptir mig öllu.“

Viðtöl við aðstandendur námskeiðanna og nemendur má nálgast í 5. tbl. Eiðfaxa sem kemur út í næstu viku. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.