sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lést af slysförum

odinn@eidfaxi.is
13. ágúst 2014 kl. 16:34

Þórður Heiðar Jónsson

Stikkorð

Þýskaland

Banaslys í hestamennskunni í Þýskalandi.

Þórður Heiðar Jóns­son lést af slys­för­um í Þýskalandi í gær, 12. ág­úst, 55 ára að aldri. Hann var flutt­ur á sjúkra­hús í Köln eft­ir að hafa dottið af hest­baki 7. ág­úst. Hann komst aldrei til meðvit­und­ar.

Þórður var bróðir hins þekkta hestamanns Alberts Jónssonar, en Þórður hefur lengi búið í Danmörku og Þýskalandi en komið reglulega til Íslands. Hann starfaði síðast á Íslandi þegar hann ásamt Albert löggðu stund á tamningar á Strandarhöfði fyrir um fimmtán árum síðan.

 

Þórður (Doddi) var fædd­ur á Akra­nesi 3. júlí 1959. For­eldr­ar hans eru Guðrún Karítas Al­berts­dótt­ir, fædd árið 1927, og Jón Sig­urðsson Jóns­son, fædd­ur árið 1925, dá­inn árið 2003.

Börn Þórðar eru Petr­ina Menzel, fædd Kasperczyk, bú­sett í Þýskalandi og Al­ex­and­er Jon, bú­sett­ur í Dan­mörku. Systkini Þórðar eru Jón Ægir, sem er lát­inn, Al­bert, Petrína, Sig­urður og Karítas.

Þórður lærði mál­araiðn en helgaði líf sitt hesta­mennsku.