föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leó Íslandsmeistari

1. nóvember 2015 kl. 16:24

Leó Hauksson er Íslandsmeistari í járningum 2015. Mynd: Sonja Noack

Járningadagur var haldin í Spretti.

Á laugardaginn var haldin járningadagur í Spretti þar sem félagar í Járningamannafélagi Íslands sýna formbreytingar á skeifum og heitjárningu. 

Íslandsmót í járningum fór einnig fram en Leó Hauksson var með bestu járningu dagsins og er því Íslandsmeistari í járningum árið 2015. Leó er 23 ára og er því sá yngsti sem orðið hefur Íslandsmeistari í járningum en hann var einnig í 2. sæti árið 2011 þá 19 ára.